~ Guðrún Eva MÃnervudóttir
(Click here to read this excerpt in Sarah Bowen’s English translation)
Sveinn hengdi þá sÃðustu til þerris, krókurinn gekk inn à hálsinn aftanverðan. Gatið eftir krókinn yrði blessunarlega hulið silkimjúku hári þegar búið væri að setja á þær hausinn. Hann kom fyrir metralöngu priki milli ökklanna; það var mikilvægt að láta þær þorna dálÃtið glenntar, annars var hætt við að þær yrðu erfiðar viðureignar eins og angistarfullar jómfrúr. Og þarna héngu þær, allar fjórar af lÃkamsgerð fjögur. Hann rétti úr sér, studdi votri og aumri hendi á mjóhrygginn og dáðist að litnum á þeim, hunangsgylltum eins og þær hefðu ráfað naktar à sólskini dempuðu af örfÃnni skýjaslæðu heilt sumar. Litablandan hafði heppnast fullkomlega og hann áminnti sig à hljóði um að skrifa hjá sér hlutföllin áður en fennti yfir tölurnar à minninu.
Hann leit ekki á sig sem listamann þótt aðrir vildu stundum hengja á hann þá vafasömu nafnbót. Hann var handverksmaður, færastur á sÃnu sviði en leyfði sér ekki að miklast af þvà – enda hvað var sjálfsánægjan annað en dekruð systir stöðnunarinnar? Þær máttu báðar hafa danskortið sitt à friði fyrir honum. Hlutverk hans var að vanda til verka eins og honum var framast unnt, móta blekkinguna um manngerða vitund – rammaða inn à ljósa, blásvarta eða koparrauða lokka, skÃnandi úr bláum eða mógrænum augum, vokandi rétt fyrir innan hálfluktar, ljósrauðar varir – og sleppa fallegu stelpunum sÃnum út à heiminn à þeirri von að þær yrðu eigendum sÃnum til gleði.
Hann tók af sér gúmmÃsvuntuna og hengdi á nagla við dyrnar, þvoði sér um hendurnar à kompunni inn af þurrkherberginu, setti á sig úrið og þegar hann sá að klukkan var langt gengin à nÃu fann hann hvernig hungrið hafði komið sér fyrir à iðrunum, kjálkarnir voru stÃfir og æðaslátturinn við gagnaugun óþolandi. Liðamótin à fingrunum brunnu og sársaukinn bergmálaði à úlnliðum og olnbogum. Það var alltaf sama sagan, lÃkaminn byrjaði að mótmæla um leið og slaknaði á einbeitingunni.
Hann hallaði sér upp að dyrastafnum og reyndi að rifja upp hvað væri à Ãsskápnum. Fljótlegra hefði verið að rölta inn à eldhús, opna Ãsskápinn og gera birgðakönnun, en það var honum ofviða à bili – hann yrði að láta lÃða úr sér áður en hann gerði handtak, en hann vissi jafnframt að hann gæti ekki með nokkru móti slakað á fyrr en hann hefði fengið eitthvað að éta.
Hvað var til? Nautahakk sem var komið fast að sÃðasta söludegi, laukur, kartöflur, flatkökur, smjör. Eitthvað fleira? Ostur, túnfiskur à olÃu, næfurþunnar hangikjötsblúndur à fyrirferðarmiklum umbúðum. Hann langaði ekki að matreiða – honum fannst að hnÃfarnir og sleifarnar hlytu að vera þung. Þyngri en stálið sem hann notaði à liðamótin á stelpunum sÃnum. Þyngri en blý. Mesta mildi að skúffubotninn skyldi ekki bresta undan þeim.
Hann gat fengið sér flatkökur og kaffi, en það strÃddi gegn lÃfsskoðun hans að láta þrjú hundruð grömm af nautahakki fara til spillis. à nágrenninu voru nokkur veitingahús, en hann treysti sér illa til að horfast à augu við fólk að lokinni margra daga vinnutörn.
Nei, nú var ekki nema eitt sem kom til greina; að sleppa dyrastafnum. Þótt hann langaði mest til að taka hann með sér inn à eldhús og halla enninu upp að honum á meðan hakkið og laukurinn brúnuðust á pönnunni. Annan fótinn fram fyrir hinn, þetta var alveg gerlegt. Lúxusvandamál à samanburði við það ef Ãsskápurinn hefði verið tómur og hann hefði þurft að fara út à búð. Eða ef hann hefði verið blankur og þurft að fá lánað áður en hann keypti inn, eins og stundum hafði verið raunin þegar hann var à námi og áður en dúkkugerðin komst á almennilegt skrið.
Fjórar meðalstórar kartöflur à skaftpott, rétt nóg af vatni til að flyti yfir þær; hann gat ekki annað en glott þegar hann þurfti að bera pottinn með báðum höndum frá vaskinum að eldavélinni. Þessar vinnutarnir fóru lÃklega ekki mjög vel með skrokkinn. Sársaukinn à liðamótunum var til marks um það og nú hafði litli fingur hægri handar verið tilfinningalaus frá þvà snemma à janúar út af klemmdri taug à handleggnum.
Tveir rauðlaukar, annar byrjaður að spÃra. Hann tók einn af þungu hnÃfunum upp úr næstefstu skúffunni og notaði oddinn til að draga eldhúsgardÃnurnar frá og hleypa inn gulhvÃtri maÃsólinni. Þetta var nú meiri glannabirtan klukkan nÃu að kvöldi og hann blindaðist nokkur augnablik, var þess vegna ekki viss hvort það var bÃll à innkeyrslunni eða hvort þetta var missýn – grænn flekkur sem dansaði fyrir augum hans á meðan hann vandist birtunni. Hann myndi setja smjör og salt á kartöflurnar. Tilhugsunin um smjörið ýtti við innyflunum eins og hraustlegt olnbogaskot à sÃðuna. Jú, þetta var bÃll, skærgrænn Renault, og út úr honum steig kona með ljósa slöngulokka (Honey-Golden Susie, hugsaði hann ósjálfrátt) en það var nú kannski það eina sem var beinlÃnis dúkkulegt við hana.
Hvað vildi hún hingað?
Hvert sem erindi hennar var gat hún beðið á meðan hann borðaði. Hakkið á pönnuna, pannan á helluna. Hann bragðaði á kjötinu hráu – það æsti upp à honum hungrið. Athygli hans var bundin við þá tilfinningu og þvà lÃtið afgangs handa konunni sem bograði yfir opnu bÃlskottinu. Hún ætlaði kannski að selja honum eitthvað. Eða tala við hann um Jesú. Hann yrði fljótur að skella á nefið á henni.
Tjakkur. Felgulykill. Nú fyrst tók hann eftir þvà að einn hjólbarðinn var marflatur.
Konan dröslaði varadekkinu upp úr skottinu og rúllaði þvà á undan sér fram fyrir bÃlinn, hallaði þvà upp að grillinu og gerði kómÃska tilraun til að losna við óhreinindin af höndunum með þvà að hrista þær og klappa saman lófunum.
Dugleg, tautaði hann með augun tárvot yfir lauknum þegar hann sá fumlausar aðfarirnar. Hún virtist vita hvað hún var að gera, þótt hún væri à mjallahvÃtri ullarkápu og tildurslegum skóm við gallabuxurnar. Hjólkoppurinn af à einu handtaki, svona já, felgulykillinn á loft, losa um fyrstu róna.
SÃðast þegar hann hafði sjálfur þurft að standa à þessu hafði hann byrjað á þvà að tjakka bÃlinn upp en þurfti sÃðan að tjakka hann niður aftur til að geta losað rærnar. Skömmin yfir þvà risti ekki mjög djúpt, káfaði hvorki upp á karlmennsku hans né verksvit; hann hafði bara verið utan við sig.
Konan spyrnti à felgulykilinn en róin haggaðist ekki. Hún steig upp á hann eins og hann væri stigarim, studdi báðum höndum á þakið á bÃlnum og fjaðraði upp og niður af ákveðni en ekkert gerðist. Hún reyndi við næstu ró fyrir ofan en allt fór á sama veg svo að hún fleygði felgulyklinum à mölina, tyllti olnbogunum á bÃlþakið og fól andlitið à höndum sér. Hann fékk á tilfinninguna að hún myndi bresta à grát og slökkti dræmlega undir kjötinu áður en hann stikaði à átt að dyrunum, aðeins of hratt þvà nú fann hann til svima. à leiðinni einsetti hann sér að vera vingjarnlegur.
Er allt fast? spurði hann og þótt röddin væri hörkulegri en hann hafði ætlað sér brosti hún skökku brosi.
Já, andvarpaði hún og af andvarpinu og signum öxlunum að dæma var hún næstum jafn þreytt og hann. Hún var með krákufætur við augnkrókana, fasta áhyggjuhrukku milli augnanna og viðkvæmnislegan munn með spékopp öðrum megin. Ég hélt það hefði verið lán à óláni að lenda à þessu fyrir utan bÃlaverkstæðið, en ég sé að hér er ekki lengur neitt verkstæði, sagði hún og horfði yfir snyrtilega grasflötina þar sem ekki var nein sina svo heitið gæti og nýsprottið grasið var enn grænna en sveitirnar à kring.
Þeir fluttu à stærra hús hér úti við veg fyrir tÃu árum, sagði hann og beygði sig eftir felgulyklinum, skorðaði hann utan um róna og lagðist á af fullum þunga en ekkert gerðist. Hann hló vantrúaður. Hver ætli hafi hert þetta? tautaði hann.
Pabbi, svaraði hún og spékoppurinn dýpkaði um leið og skugga brá á andlitið. Hann var leigubÃlstjóri og Evrópumeistari à bekkpressu à öldungaflokki.
Þvà get ég trúað, sagði hann og mældi út búkonulegan vöxt hennar. Það vantaði greinilega ekki kjöt á gerðarleg beinin à þessari fjölskyldu. Leit aftur framan à hana og langaði að virða sorgarbrosið betur fyrir sér en þá var það farið og svipur hennar orðinn tómlegur.
Hann gat ekki haft augun af höndunum á henni. Ãn þess að koma þvà almennilega fyrir sig hvað væri öðruvÃsi við þær. Og úlnliðirnir. Þeir voru flóknir. Kvikir. Haganleg smÃð ef svo mátti segja og hann minntist blinda tónlistarmannsins – hvað hét hann aftur? Ray Charles, var það ekki? – sem þreifaði á úlnliðum kvenna til að athuga hvort þær væru fallegar. Snjallt hjá honum. Það hefði ekki beinlÃnis verið herramannslegt að vaða með lúkurnar à andlit þeirra áður en hann spurði þær að nafni. Hvað ætli Ray hefði hugsað ef hann hefði fengið að fara höndum um þessa sterklegu úlnliði?
Hún stakk höndunum à kápuvasana og horfði á hann með andlitið undirlagt af svipbrigðum sem hann gat engan veginn lesið Ã.
Hvað? sagði hún.
Ekkert, sagði hann og horfði á fæturna á sér sem virtust langt à burtu, umluktir móðu. Konan à hvÃtu kápunni þreytti hann með þvà einu að vera til – hann var ekki à ástandi til að eiga við þetta. Ég er með litla sleggju inni à geymslu, sagði hann. Ég skal gera þetta fyrir þig þegar ég er búinn að fá mér að éta. Ég hef ekki fengið neitt frá þvà à morgun eða gærkvöldi.
Hún lyfti brúnum og horfði à kringum sig eins og til að skima eftir öðrum úrræðum. En við það rofaði til à höfðinu á honum og hann bætti við, með allri þeirri hlýju sem hann átti til en óttaðist að hljómaði meira eins og háð eða bæld óþolinmæði: Ef þú vildir vera svo væn að sitja á stól à eldhúsinu hjá mér á meðan skal ég lofa þvà að þú verður ferðafær eftir einn og hálfan tÃma.
Hún fylgdi honum hikandi og hann var henni þakklátur fyrir að hlÃfa honum við látalátum, undanbrögðum og afsökunum. Þetta var best svona. Hann vildi ekki að hún færi strax, þvà þótt hann væri hvÃldarþurfi fann hann lÃka átakanlega til þess að hafa ekki séð framan à aðra manneskju dögum saman.
Hann langaði að horfa á andlit sem hreyfðist, það skipti ekki máli þótt hún hefði ekkert að segja eða væri uppfull af óáhugaverðum frösum, hann hafði hvort sem var ekki orku til að hlusta eða svara af viti.
Konan lagði kápuna yfir stólbak og settist þunglega á stólinn við hliðina. Hún horfði à kringum sig en ekki af neinum sérstökum áhuga, talaði lÃtið og hreyfði sig varlega, sjálfsagt af skilningi á þvà að hann væri þreyttur og svangur. Hann langaði ekki að láta sýna sér skilning; hann fékk hroll bara við tilhugsunina um skilningsrÃkar konur. Milljónir og aftur milljónir skilningsrÃkra kvenna um allan heim sem hugsuðu fátt og sögðu enn minna.
Hugsun hans var ótemja og hann gat ekki annað en furðað sig á að hún var ekki à neinu samræmi við hann sjálfan eða þá hugmynd sem hann hafði um sjálfan sig. Það mátti halda að hann væri með útvarpsviðtæki à hausnum og óprúttnir náungar væru að skipta sér af þvà hvað þar færi fram. Hann kveikti aftur undir pönnunni, hristi yfir henni nokkra kryddstauka og lagði á borð fyrir þau bæði, án þess að hafa um það of mörg orð að gestinum væri velkomið að snæða með honum. Hann trúði ekki á orðmargar útskýringar, þær fóru alltaf út à þvætting, og hann trúði ekki heldur á að hjálpa fólki við að taka ákvarðanir. Ef manneskjan var of feimin til að fá sér á diskinn eða of kurteis til að láta matinn ósnertan, þá hún um það.
Hakkið var gegnsteikt en laukurinn enn hálfhrár. Það gerði ekki mikið til. Sveinn opnaði glasaskápinn og eftir stutta umhugsun ákvað hann að láta vÃnglösin eiga sig og notast à staðinn við lÃtil vatnsglös undir vÃnið. Annars gæti hún haldið að hann væri með óraunhæfar rómantÃskar hugmyndir um borðhaldið. Hann hóf á loft hálffulla rauðvÃnsflösku og sagði: Ég vona að þér þyki þetta ekki óviðkunnanlegt, ég er vanur að hafa vÃn með kjötinu. Hún hristi höfuðið og það var hálfgerð slikja yfir augum hennar. Honum var óhætt að slaka á; hún var greinilega ekki ein af þeim sem lögðu táknræna merkingu à alla skapaða hluti. Hún virtist ekki einu sinni fylgjast almennilega með þvà sem gekk á à kringum hana.
Hvað var hún annars að hugsa? Hann vissi vel að þreytan gerði að verkum að hann leit út fyrir að vera drukkinn. Hikaði hún ekki við að fara með fyllirafti inn á heimili hans?
Hún hellti úr flöskunni à bæði glösin og fékk sér af pönnunni. Það var það sÃðasta sem hann sá til hennar áður en hann gleymdi næstum að hún var þarna, þvà það útheimti alla slÃtandi athygli hans að skera kartöflurnar à tvennt og raða smjörklÃpum á sléttu fletina. Salt. Ó, Guð! Hann táraðist af þvà að finna bragðið af kartöflum með salti og smjöri.
Næst þegar hann leit upp hafði hún lokið úr glasinu og var að fylla það aftur. Já, sko! hugsaði hann og nú hlaut að hafa slaknað aðeins á taugunum þvà hann gladdist af einlægni yfir þvà að ókunnug kona sæti til borðs með honum þótt þeim væri báðum svona stirt um málbeinið.
Ég vissi að ég myndi ekki geta losað um boltana, sagði hún og leit snöggt à augun á honum áður en hún beindi sjónum að gafflinum à hendi hans. Þess vegna var ég að vona að verkstæðið væri hér ennþá og strákarnir væru ekki allir farnir heim.
Hún hristi höfuðið og bætti við: Þegar pabbi skipti um ljósaperu eyðilagði hann oft bæði stæðið og peruna og stundum sleit hann húna af hurðum. Ég held að hann hafi gert þetta viljandi til að við segðum um hann svona sögur, sagði hún og hló og hann gat ekki annað en hlegið með henni. Aðallega samt af þvà að hún var orðin rjóð á eyrunum af vÃninu.
Er hann þá látinn? spurði hann.
Við jörðuðum hann à sÃðustu viku, svaraði hún. Það var hjartaáfall. Hann var hættur að keyra en hélt áfram að lyfta þótt ég og læknirinn hans værum búin að biðja hann að láta lóðin eiga sig.
Ónotatilfinningin sem Sveinn hafði dögum saman reynt að brynja sig gegn lagðist á hann af fullum þunga. Hann gat ekki annað en leitt hugann að þessum sem stytti sér aldur um daginn. Og nú þegar ókunnug kona talaði um dauða föður sins fékk hann á tilfinninguna að allt à kringum hann hryndu karlarnir eins og flugur. Eins og krumla dauðans væri að gæla við hann sjálfan, pota à rifbeinin á honum til að komast að þvà hvort hann væri nógu feitur til að það tæki þvà að slátra honum. Sem var annars fremur langsótt af þvà að hvor þessara manna fyrir sig hafði verið nógu gamall til að vera faðir hans.
Sjálfsmorðingjanum hafði með dauða sÃnum tekist að þröngva sér inn à lÃf hans. Sveinn hafði neitað að tala við blaðakonuna en samt hafði hún birt mynd af honum með greininni og þannig látið à það skÃna að hann bæri óbeina ábyrgð á harmleiknum.
Var ekki allt eins hægt að kenna um þeim sem seldu honum sjónvarpið? Ef maðurinn var veikur à höfðinu og ruglaði saman Ãmyndun og veruleika var ekki Sveini um að kenna, hvað þá dúkkunni sem samkvæmt greininni à sorpritinu hafði fylgt honum à dauðann. Maðurinn hafði vÃst rifið hausinn af henni, skorið af henni brjóstin og rist skinnið á henni à hengla áður en hann skaut sig með gamalli kindabyssu.
Sveinn hafði gert sitt besta til að leiða stúlkunni fyrir sjónir hversu ósmekklegt það væri yfirhöfuð að fjalla um þetta. Að sjálfsvÃg gamals manns væri ekki frétt, hversu mörg kynlÃfshjálpartæki sem hann ætti inni à skáp og sama þótt hann kysi að eyðileggja eitthvað af eigum sÃnum áður en hann horfði à byssuhlaupið. En hún hafði ekki hlustað á hann, áköf að sanna sig à nýju vinnunni sinni, jafn heilluð af stelpunum hans og allir aðrir. Og á sama hátt og flestir fundu sig knúna til að breiða yfir áhuga sinn með vandlætingu, réttlætti hún hnýsni sÃna með þvà að láta eins og um væri að ræða eitthvað sem henni bæri siðferðileg blaðamannsskylda til að draga fram à dagsljósið.
Hann virti betur fyrir sér konuna sem sat á móti honum við borðið. Hún leit út eins og landnámskonur voru oftast teiknaðar; stór kringlótt augu og stór kringlótt brjóst sem hvÃldu örugg á þykkum og traustum búk og fótleggirnir eins og tvær öndvegissúlur. Hann teygði sig à aðra flösku án þess að standa upp og opnaði hana svo lÃtið bar á. Hann langaði að sjá hana fulla. Ef hún vildi keyra heim à þvà ástandi var ekki beinlÃnis við hann að sakast.
Nei annars, það var ekki rétt. Hann bar vissa ábyrgð á henni þvà hún var à ójafnvægi, fallega kyrrlátu ójafnvægi að vÃsu sem átti ekkert skylt við móðursýki, og hún sat á stól heima hjá honum og hann var viljandi að hella upp á hana þótt hún væri á bÃl og hefði næstum verið farin að tárfella á bÃlþakið hér rétt áðan. Hann langaði að vita meira um dauðann og sárið sem hann hafði greinilega skilið eftir sig. Hann vildi að hún segði eitthvað ljótt, gerði sig að fÃfli, afmyndaðist af tilfinningasemi. Það var ekki til nein önnur leið til að fá útrás fyrir eitthvað sem hann vissi ekki hvað var.